Upplifðu Dale Carnegie á 90 mínútum og komdu á vinnustofuna Leiðtogastíll 29. október kl.12:00. Vinnustofan verður haldin í húsnæði Dale Carnegie, Ármúla 11.
Á vinnustofunni metum við eigin leiðtogastíl, skoðum mismunandi stíla og lærum að skilja leiðtogastíl annarra.
Hvert okkar hefur ólíkan stíl, leiðtogastíl. Þegar við eigum samskipti við aðra sem hafa svipaðan leiðtogastíl ganga samskiptin tiltölulega áfallalítið fyrir sig. Þegar við eigum samskipti við þá sem hafa stíl ólíkan okkar þá geta samskipti og samvinna reynt á. Það sem skiptir mestu máli þegar unnið er með fólki sem er ólíkt okkur er sveigjanleiki, vilji okkar og geta til að sjá hlutina frá sjónarhorni hins aðilans.
Skoðaðir verða fjórir leiðtogastílar og þú skoðar einkenni hvers fyrir sig og gerir sjálfsmat til að ákvarða í hvaða hóp þú fellur.
Að 90 mín loknum verða þátttakendur færir um að:
• Koma auga á einkenni fjögurra mismunandi leiðtogastíla
• Meta eigin stíl
• Vinna á áhrifaríkan hátt með fólki sem telst til annarra hópa
• Skilja til hlítar aðra leiðtogastíla
Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn og 2.000 fyrir aðra. Skráning hér að neðan og félagsmenn þurfa eingöngu að fylla inn nafn og netfang: