Viðskiptaspjall vinnustofu Kjarvals í samstarfi við FVH

Andri Guðmundsson hjá VAXA í viðskiptaspjallinu 30. mars kl. 16

Hátæknifyrirtækið VAXA kom eins og stormsveipur inn á grænmetismarkaðinn fyrir fáeinum árum með framúrstefnulega sýn og nýja hugsun. Fyrirtækið ræktar grænmeti með hátæknilegri og lóðréttri ræktun innandyra, þar sem tryggðar eru sömu kjöraðstæður til ræktunar allt árið um kring og hver fermetri nýttur til hins ítrasta. Nú er VAXA að vaxa og opnar í apríl fyrsta áfangann í neðanjarðargróðurhúsi sem félagið er að setja upp í yfirgefinni námu í Svíþjóð.

Hrannar Pétursson, stjórnandi Viðskiptaspjallsins, mun ræða við Andra, einn stofnenda og yfirmann viðskiptaþróunar VAXA um reksturinn og tækifærin.

Nauðsynlegt er að skrá sig hér til hliðar. Tölvupóstur með aðgangskóða á vinnustofu Kjarvals verður sendur á skráða aðila 30. mars.