Nýr Seðlabanki – við hverju er að búast?

Nýr Seðlabanki – við hverju er að búast?

Hádegisviðburður Félags viðskipta- og hagfræðinga
Hilton Nordica Club
19. september nk. kl. 11:30 – 13:00

Ásgeir Jónsson, nýr seðlabankastjóri, er fyrirlesari viðburðarins.

Framundan eru áskoranir, tækifæri og breytingar í starfsemi Seðlabanka Íslands. Nýr seðlabankastjóri tók við störfum þann 20. ágúst sl. og heldur fyrirlestur á hádegisviðburði Félags viðskipta- og hagfræðinga.

Hver er Ásgeir Jónsson? Hvers er að vænta á næstu fimm árum á sviði peningamála? Hvað hefur breyst eftir hina alþjóðlegu fjármálakreppu í umgjörð og starfsemi seðlabanka? Hvaða áskoranir eru framundan og hvar liggja tækifærin? Eru vextir á uppleið eða niðurleið? Þessi málefni og ýmis önnur verða til umræðu.

Þátttakendur í umræðum eru aðilar úr íslensku viðskiptalífi sem hafa á einn eða annan hátt hagsmuna að gæta þegar kemur að ákvörðunum Seðlabanka Íslands.

Þátttakendur í umræðum eru:
Agnar Möller, sjóðsstjóri hjá Júpíter
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans

Fundarstjóri:
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar hjá Íslandsbanka

_________________

Verð
Félagsmenn FVH: Frítt
Aðrir: 4.900 kr.

Hádegisverður innifalinn

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á viðburðinn upp á sætafjölda og veitingar.