Neytandi nútímans

Ung og farsæl vörumerki – hvert er leyndarmálið?

Hver skapar þörfina fyrir vörum og vörumerkjum? Er hún til staðar eða skapar markaðssetning og vörumerki hana?

Neytendahegðun hefur breyst hratt á síðustu árum og hefur notkun hefðbundinna miðla í markaðssetningu minnkað gríðarlega, en á sama tíma hefur notkun samfélagsmiðla stóraukist. Fyrirtæki nýta sér samfélagsmiðla á mismunandi hátt og og fara ýmsar óhefðbundnar leiðir til þess að auka vörumerkjavitund og ná til markhópa og viðskiptavina.

Félag viðskipta- og hagfræðinga stendur fyrir hádegisviðburði þann 7. nóvember nk. þar sem þrír áhrifamiklir frumkvöðlar sem hafa náð gríðarlegum vinsældum segja sína sögu og hvernig þau hafa náð til neytenda í breyttu umhverfi.

Fyrirlesarar verða:
* Ása María Reginsdóttir, frumkvöðull, eigandi og stofnandi Olifa

* Sindri Snær Jensson, stofnandi Húrra Reykjavík og Flatey Pizza

* Ágúst Einþórsson, stofnandi Brauð og Co.

Fundarstjóri er Karen Ósk Gylfadóttir, markaðsstjóri NOVA.

_______________________________

Verð
Félagsmenn FVH: Frítt
Aðrir: 5.900 kr.

Hádegisverður innifalinn

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á viðburðinn.