Haustlægð á húsnæðismarkaði?

Félag viðskipta- og hagfræðinga efnir til hádegisverðarfundar í
samstarfi við Samtök iðnaðarins um stöðuna á fasteignamarkaði.

 

Dagskrá:

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, birtir nýjar tölur um íbúðabyggingar.

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs, fer yfir framboð og eftirspurn eftir fasteignum á höfuðborgarsvæðinu.

Ingólfur og Sigrún taka þátt í umræðum með fundarstjóra eftir að erindum þeirra lýkur.

Fundarstjóri er Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og stjórnarmaður í FVH.

Hádegisverður innifalinn

Frítt fyrir félagsmenn FVH

Aðrir: 4.900 kr.

Skráning er nauðsynleg og fer fram hér: https://bit.ly/2mARYCL