Er jólasveinninn viðskiptamaður ársins?

HAGKERFI JÓLANNA

Jólahádegisviðburður félags viðskipta- og hagfræðinga verður haldinn 11. desember á Vinnustofu Kjarvals.

Er jólasveinninn snjallasti viðskiptamaður allra tíma?

Fjölmargar atvinnugreinar blómstra í desember og sölutölur ná hæstu hæðum. Þanið hagkerfið skálar í jólaöl og við gerum vel við okkur í mat og drykk, sækjum alla tónleikana og kaupum fallegar gjafir, stórar sem smáar.

Við ræðum jólin og jólavertíðina á léttu nótunum nk. miðvikudag með þessum áhugaverðu jólavinum og förum inní jólin með bros á vör og jafnvel aðeins meðvitaðri um jólahagkerfið sjálft:

Bragi Valdimar
Baggalútur og jólaáhugamaður
Fer yfir tónleikahald yfir jólahátíðina, undirbúninginn, fjaðrafokið, innkomuna og jólaandann.

Stefán Pálsson
Sagnfræðingur og bjórsérfræðingur
Kynnir fyrir okkur allt það sem gerist í kringum jólabjórinn, áhugann á honum og fleira sem viðkemur jólavertíðinni.

Egill Örn Jóhannsson
Framkvæmdastjóri Forlagsins
Jólin eru tími bókanna og bókaútgefenda. Egill segir okkur frá þessum mikilvægasta tíma ársins í sínum bransa, en útlit er fyrir stærsta jólabókaflóð frá upphafi.

Fundarstjóri:
Herdís Helga Arnalds frá Valitor og eigandi netverslananna Blomstra.is og Literalstreetart.com

Skráning er mikilvæg
Sjáumst á Vinnustofu Kjarvals 11. desember nk.

Léttur hádegisverður innifalinn
Meðlimir FVH: FRÍTT
Aðrir: 2.900 kr.

GLEÐILEG JÓL!

Bragi Valdimar Skúlason
Egill Örn Jóhannsson
Stefán Pálsson
Herdís Helga Arnalds