FVH stendur fyrir morgunfundi í samstarfi við Endurmenntun 26. mars kl.8:15 – 9:20 þar sem verða þrír stuttir fyrirlestrar en stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga valdi úr frábæru úrvali námskeiða Endurmenntunar þrjú framúrskarandi námskeið fyrir félagsmenn. Hver fyrirlestur er 15 – 20 mínútna hröð samantekt fyrir stjórnendur og sérfræðinga. Dagskráin er eftirfarandi:
- Innri vefir – þróun og mikilvægi þeirra í upplýsingaflæði vinnustaða – Sigurjón Ólafsson, vefráðgjafi og stundakennari við HÍ
- Vefsíðugerð og notkun á Open Source vefmiðlum eins og WordPress – Valur Þór Gunnarsson, sérfræðingur í rafrænum viðskiptum og vefþróun
- Tengsl hvatningar og starfsánægju og hvernig höfða þarf til ólíkra kynslóða starfsmanna – Kristinn Óskarsson, framkvæmdastjóri hjá Securitas
Fundurinn verður 26. mars kl.8:15 – 9:20 í Endurmenntun, Dunhaga 7. Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn og 1.500 fyrir aðra.
Lokað hefur verið á skráningu.