Vel valdir – morgunfundur í samstarfi við Endurmenntun 14. október

FVH stendur fyrir morgunfundi í samstarfi við Endurmenntun 14. október kl.8:15 þar sem verða þrír stuttir fyrirlestrar en stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga valdi úr frábæru úrvali námskeiða Endurmenntunar þrjú framúrskarandi námskeið fyrir félagsmenn. Hver fyrirlestur er 15 – 20 mínútna hröð samantekt fyrir stjórnendur og sérfræðinga.  Dagskráin er eftirfarandi:

  • Stjórnun vörustefnu – Karl Guðmundsson
  • Markviss framsögn og tjáning – Margrét Pálsdóttir
  • Agile verkefnastjórnun – Viktor Steinarsson

Fundurinn verður 14. október kl.8:15 í Endurmenntun, Dunhaga 7 og boðið verður upp á léttan morgunverð. Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn og 2.000 fyrir aðra.

Skráning hér að neðan og aðeins þarf að fylla inn nafn og netfang: