Vel sóttur fundur á Akureyri síðastliðinn föstudag

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hélt mjög áhugaverðan og vel sóttan fund um fjárfestingar í ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins 29.janúar sl. Fundurinn var haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og var húsfyllir á fundinum, rétt tæplega 120 manns.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar opnaði fundinn. Á eftir honum héldu erindi; Hörður Sigurbjarnarson, stofnandi Norðursiglingar á Húsavík  en hans erindi bar yfirskriftina Norðursigling: vettvangur strandmenningar á Íslandi. Á eftir honum ræddi Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa um fjárfestingar í ferðþjónustu og hvort kæmi á undan, eggið eða hænan. Síðust til að taka til máls var svo Arna Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Óbyggðaseturs Íslands í Fljótsdal en hún sagði þar frá uppbyggingu Óbyggðasetursins og kallaðist erindi „Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja“.

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka og stjórnarmeðlimur FVH stjórnaði fundinum.

Hér má sjá myndir frá fundinum.

IMG_5991
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson opnar fundinn
IMG_5997
Hörður Sigurbjarnason ræðir um vettvang strandmenningar á Íslandi
IMG_6000
Á fundinn voru mættir rétt tæplega 120 fundargestir
IMG_6006
Sigþór Jónsson ræðir um fjárfestingar í ferðaþjónustu
IMG_6008
Arna Björg Bjarnadóttir sagði frá sinni reynslu með Óbyggðasetur Íslands
IMG_6011
Framsögumenn svöruðu spurningum úr sal í lok fundarins
IMG_6015
Þéttsetinn fundur og vel mannað pallborð
IMG_6018
F.v. Hörður Sigurbjarnason – Norðursigling, Arna Björg Bjarnadóttir – Óbyggðasetur Íslands, Sigþór Jónsson – Íslensk verðbréf og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson – Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.