Vel heppnaður fundur FVH á KEX Hostel – Starfsviðtöl tekin fyrir á næsta fundi!

Þann 7.október hélt Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga vel heppnaðan fund um gerð ferilskráa á KEX Hostel. Fundurinn var ætlaður nýútskrifuðum viðskipta- og hagfræðingum sem og þeim sem ljúka námi á næstu misserum.

Berglind Harðardóttir, deildarstjóri hjá símanum fer yfir hennar sýn á góða ferilskrá
Berglind Harðardóttir, deildarstjóri hjá Símanum fór yfir það hverju hún leitar eftir í ferilskrám

Fundargestir voru rúmlega 50 talsins þegar mest lét en á fundinum fór Hjalti Rögnvaldsson, markaðssérfræðingur, yfir góð ráð við gerð ferilskráa. Þær stöllur Sigrún Ólafsdóttir, ráðningastjóri Íslandsbanka og Berglind Björg Harðardóttir deildarstjóri hjá Símanum sögðu svo frá þeirra reynslu í mannauðsmálum og hverju þær leituðu eftir í ferilskrám.

Fundurinn er sá fyrsti af þremur í fundaseríunni „Hvernig næ ég draumadjobbinu?“ sem ætluð er ungum og/eða nýútskrifuðum viðskiptafræðingum og hagfræðingum. Næsti fundur verður haldinn þann 28.október á sama stað kl 16:45 í Gym&Tonic salnum á KEX Hostel, en fundurinn ber yfirskriftina „Hvernig bý ég mig undir starfsviðtal?“. Nánari upplýsingar um framsögumenn og dagskrá fundarins verða auglýstar síðar.

Skráning á fundinn hefur þegar verið opnuð (hér fyrir neðan) og hvetjum við alla þá sem sjá fram á að vera í atvinnuleit á næstu misserum til að koma. Eins og áður verður boðið upp á léttar veitingar og spjall eftir fundinn.

 

Online Form powered by