Vel heppnað örnámskeið um LinkedIn

IMG_0755 (2) (2)
Hjalti Rögnvaldsson

Þann 15.desember sl. stóð FVH fyrir örnámskeiðinu „Lærðu að nota LinkedIn“ þar sem Hjalti Rögnvaldsson, markaðssérfræðingur hjá Íslandsbanka fór yfir hvernig þú getur nýtt þér LinkedIn til þess að mynda tengsl og leita að atvinnutækifærum.
Tæplega 30 manns mættu á námskeiðið sem haldið var í fundarsalnum Þjóðgarði í VR húsinu.

Hér má nálgast glærurnar sem Hjalti studdist við á fundinum.

Við þökkum námskeiðsgestum kærlega fyrir þátttökuna og óskum ykkur sem og öllum félögum FVH gleðilegra jóla!

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með félaginu hér á vefsíðunni og á Facebook síðunni okkar þar sem metnaðarfull og spennandi dagskrá er framundan.

Frá námskeiðinu 15.desember