Skráðu þig hér að neðan! Eftir tveggja ára bið er loks komið að hinu árlega golfmóti Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Golfmót FVH verður haldið í ár á Húsatóftarvelli í Grindavík, föstudaginn 28. ágúst. Mótið verður ræst út kl. 14:00. Rútuferð úr Reykjavík kl. 12:30 frá Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7
Mótið er opið öllum viðskiptafræðingum og hagfræðingum og er þeim heimilt að bjóða með sér gestum. Þetta er léttleikandi mót þar sem bæði lág- og háforgjafamenn geta spilað. Mótið er punktakeppni með forgjöf, keppt er í karla, kvenna og B flokki (forgj. 20+, en hámarks forgjöf er 28). Mótið er annálað fyrir fjölda og glæsileika verðlauna – þannig að þetta er mót sem enginn félagsmaður FVH má láta framhjá sér fara.
Þátttökugjald er 8.500 krónur á manninn, innifalið mótsgjald og hlaðborð í golfskálanum. Allir eiga mjög góða möguleika á vinning en vinningarnir í ár eru fjölmargir og veglegir. Golfmót FVH hefur ávallt verið gríðarlega vinsælt og fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
- Hvenær: föstudagur 28. ágúst 2015 kl. 14:00. Rútuferð úr Reykjavík kl. 12:30
- Hvar: Húsatóftarvelli í Grindavík
Ekki láta þig vanta á skemmtilegasta golfmót sumarsins!
Bestu kveðjur,
golfnefnd FVH
Skráningu lauk 27. ágúst. Sendið póst á frida@fvh.is fyrir nánari upplýsingar.