FVH hélt fjölmennan og áhugaverðan fund um eignarhald lífeyrissjóðanna undir yfirskriftinni: Eiga lífeyrissjóðirnir Ísland?
Hersir Sigurgeirsson, dósent við viðskiptafræðideild HÍ fjallaði um eignarhald á íslenskum hlutabréfamarkaði. Helgi Magnússon flutti erindi undir yfirskriftinni: eiga lífeyrissjóðirnir of mikið af atvinnulífinu á Íslandi?
Þátttakendur í pallborðsumræðum voru Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir og Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum. Fundarstjóri var Edda Hermannsdóttir, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og stjórnarkona í FVH.
Hér má sjá upptöku frá fundinum: