Uppbygging nýrra áfangastaða – árlegur landsbyggðarfundur FVH á Akureyri 10.feb

Uppbygging nýrra áfangastaða m. logos

Á síðustu árum hefur erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgað gífurlega hratt og í kjölfar þess er gróska í allri ferðaþjónustu mikil. Mikil uppbygging hefur átt sér stað um allt land í ferðaþjónustutengdum rekstri þó svo dreifing ferðamanna milli landshluta sé ansi ójöfn. Margt hefur verið reynt til að jafna fjölda ferðamanna og beina þeim lengra út á land t.d. á Norður – og Austurland, s.s. ýmiskonar klasasamstarf, menningartengd starsemi og áhersla á ferðaþjónustu í byggðaþróun.  Uppbygging nýrra áfangastaða er eitt lykilatriðanna í því að fá ferðamennina út fyrir álagssvæðin á suðvesturhorni landsins en það getur verið flókið ferli sem krefst samvinnu margra aðila.
Þann 10.febrúar nk. mun Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga halda norður í land þar sem hinn árlegi landsbyggðarfundur verður haldinn í Hofi á Akureyri. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Flugfélag Íslands og Atvinuþróunarfélag Eyjafjarðar. Að þessu sinni er umræðuefni fundarins Uppbygging nýrra áfangastaða. FVH hefur fengið til liðs við sig valinkunna framsögumenn til þess að ræða þetta áhugaverða málefni á hádegisverðarfundi.
Á fundinum verða þrjú 15-20 mínútna erindi og að þeim loknum munu framsögumenn svara spurningum fundargesta og -stjóra.

Dagskrá:
Gósk

Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands – Beint flug milli KEF og AK

Lóa

 

 

 

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line – Er allt að fara til fjandans eða eru enn tækifæri í ferðaþjónustu?

Róbert G

 

Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði – „Hið heimska fjármagn – hjarðhegðun og skammtímahyggja“

hilda jana

 

 

Fundarstjóri er Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4

 

arnor_thorir_sigfussonKristján

Eiríkur

 

 

Auk framsögumanna munu þeir Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarsjóri á Akureyri, Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík og Arnór Þ. Sigfússon, framkv.stj. Sannra landvætta taka þátt í pallborðsumræðum.

Fundurinn fer fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í fundarsalnum Hömrum milli kl.12:00-13:30 föstudaginn 10.febrúar.Þátttökugjald er 2000kr. og er léttur hádegisverður innifalinn í verði fundarins. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér neðst á síðunni!

Skráningu á fundinn hefur verið lokað. Við þökkum frábærar viðtökur!