Stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga valdi úr frábæru úrvali námskeiða Opna háskólans í HR þrjú framúrskarandi námskeið fyrir félagsmenn. Hver fyrirlestur er 15 – 20 mínútna hröð samantekt fyrir stjórnendur og sérfræðinga sem verða kynntir á hádegisverðarfundi.
Dagskráin er eftirfarandi:
1. Nýttu kraftinn – fyrir öfluga stjórnendur þar sem Sigríður Snævarr, sendiherra, fjallar um hvernig stjórnendur geta orðið enn öflugri stjórnendur
2. Árangursrík stjórnun breytinga þar sem Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu fjallar um breytingastjórnun
3. Viðbragðs- og samskiptaáætlun fyrirtækja þar sem Már Másson, forstöðumaður Samskiptasviðs hjá Íslandsbanka fjallar um stjórnun samskiptamála þegar áföll dynja á.
Hádegisverðarfundurinn verður haldin á Grand hótel 23. September frá kl.12:00 til 13:00 og er öllum opinn. Aðgangseyrir er 3.950 kr. fyrir félaga og 5.950 kr. fyrir aðra.
Fundinum var frestað.
Félag viðskipta og hagfræðinga í samstarfi við Opna háskólann í HR