Þjóðarsáttin 25 ára: Sátt fortíðar – Sundrung framtíðar?

Á kyndilmessu árið 1990 skrifuðu ASÍ, VSÍ og VMSS undir kjarasamning sem gilti fram í miðjan september árið eftir og nefndur hefur verið þjóðarsáttasamningur. Síðar sama dag gengu BSRB og ríkið frá keimlíkum samningi. Megintilgangur samninganna var að tryggja kaupmátt og ná niður verðbólgu og þóttu hinar hóflegu hækkanir sem samið var um og aðkoma ríkisvaldsins marka ákveðin tímamót. Nú blása harðir vindar á vinnumarkaði og óvíst er hvort sú leið sem mótuð var fyrir aldarfjórðungi reynist enn þá fær.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir hádegisverðarfundi, þriðjudaginn 24 febrúar, á Grand hótel af þessu tilefni. Sigmundur D. Gunnlaugsson, forsætisráðherra, opnar fundinn. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, ræðir síðan um minninguna um Einar Odd Kristjánsson og þjóðarsáttina. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, fjalla um hvernig ástand og horfur á vinnumarkaði líta við verkalýðshreyfingunni og vinnuveitendum. Fundarstjóri er Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis.

Hádegisfundurinn fram á Grand hótel, þriðjudaginn 24. febrúar, milli 12-13:15, og er öllum opinn. Þátttökugjald 3.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu.

Skráningu er lauk mánudaginn 23. febrúar. Allar nánari upplysingar veitir fvh@fvh.is