Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) óskar eftir tilnefningum til Þekkingarfyrirtækis ársins 2015 og Viðskiptafræðings/hagfræðings ársins 2015.
Við vali á þekkingarfyrirtæki ársins 2015 verður horft til fyrirtækja sem hafa þótt skara fram úr við að auka verðmætasköpun með óhefðbundinni nýtingu auðlinda. Leitað er eftir fyrirtækjum sem hafa í krafti nýsköpunar fundið og þróað leiðir til að bæta nýtingu á auðlindum landsins með því að þróa nýjar afurðir úr þeim efnivið sem að fellur til við hefðbundna nýtingu og stuðlað þannig að aukinni verðmætasköpun í samfélaginu.
Frestur til að skila inn tilnefningum er fram yfir föstudaginn 20 febrúar.
Setjið tilnefninguna hér inn en einnig er hægt að senda tilnefningar beint á fvh@fvh.is
Create your free online surveys with SurveyMonkey , the world’s leading questionnaire tool.