Óskað er eftir tilnefningum til
Þekkingarverðlaunanna 2016
FVH óskar eftir tilnefningum til Þekkingarfyrirtækis ársins og Viðskiptafræðings/hagfræðings ársins.
Við val á þekkingarfyrirtæki ársins verður horft til fyrirtækja sem hafa þótt skara fram úr í mannauðsmálum, hlúa vel að mannauði og virkja starfsmenn sína á sem margvíslegastan hátt. Leitað er eftir fyrirtækjum sem hafa náð eftirtektarverðum árangi í að þróa starfsfólk sitt, stuðla að ánægju þess og framþróun á sem flestum sviðum. Þekkingarverðlaunin í ár hlýtur það fyrirtæki sem þykir standa sig best á þessu sviði.
Frestur til að skila inn tilnefningum er til föstudagsins 19. febrúar.
Endilega sendið inn tilnefningar hér að neðan eða á netfangið fvh@fvh.is :
Create your own user feedback survey
Þekkingarverðlaunin verða svo afhent í mars nk. á Þekkingardeginum en hann verður auglýstur nánar síðar.