Fundur felldur niður – Stjórnun teyma til árangurs í nýsköpun – Hádegisfundur með Opna Háskólanum í Reykjavík 24.apríl

Stjórnun teyma til árangurs í nýsköpun – Hádegisfundur með Opna háskólanum í Reykjavík.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Opni háskólinn í HR standa fyrir hádegisverðarfundi 24.april nk. þar sem kynnt verður námskeiðið Stjórnun teyma til árangurs í nýsköun. Á fundinum mun leiðbeinandi námskeiðsins, Ragnheiður H. Magnúsdóttir fara í fljótu bragði yfir námskeiðið og ræða stjórnun teyma í Nýsköpun.

Ragnheiður er vélaverkfræðingur og með meistaragráðu í framleiðsluverkfræði frá Álaborgarháskóla. Áður en hún hóf störf hjá Marel starfaði hún sem framkvæmdarstjóri Hugsmiðjunnar í sex ár. Ragnheiður er formaður tækninefndar Vísinda-og tækniráðs.

Eftir erindi Ragnheiðar mun reynslubolti úr atvinnulífinu ræða um stjórnun nýsköpunarteyma út frá eigin reynslu og verkefnum. Guðfinnur Sveinsson ráðgjafi í stjórnun og teymisvinnu ætlar að flytja stutt erindi um sína reynslu af teymisvinnu en hann starfaði hjá Plain vanilla áður og er nú sjálfstæður ráðgjafi en hans helstu kúnnar eru WOW air, Tempo og Lykill.

Skráning fer fram hér að neðan.

Fundurinn var feldur niður þar sem lágmarks skráning náðist ekki.