Vilt þú fá ábyrgð, fjölbreytta reynslu og breitt tengslanet?

Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) auglýsir eftir framkvæmdastjóra í 50% starf.
 
FVH er fagfélag háskólamenntaðs fólks í viðskipta- og hagfræði. Félagið stendur fyrir reglulegum viðburðum og útgáfu til að styðja við umræðu, endurmenntun og eflingu tengslanets meðal félagsmanna, sem eru 1.200 talsins. 
 
Framkvæmdastjóri skipuleggur viðburði, sinnir kynningar- og markaðsstarfi, heldur utan um fjármál og félagatal og sinnir annarri reglubundinni starfsemi í samræmi við stefnu stjórnar.
 
Hlutverkinu fylgir í senn ábyrgð, fjölbreytt reynsla og breitt tengslanet:
 
  • Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á rekstri og fjárhagslegri afkomu félagsins, viðburða- og útgáfustarfi, fjölda og nýliðun félagsmanna auk markaðsstarfs.
  • Hlutverkið veitir reynslu af viðburðastjórnun, fjármálstjórnun, markaðssetningu, almannatengslum og almennum rekstri.
  • Ríkuleg samskipti við stjórn félagsins, þátttakendur í viðburðum og félagsmenn. Í aðraganda viðburða sinnir framkvæmdastjóri samskiptum við leiðtoga úr atvinnulífi, stjórnmálum og fræðasamfélagi.
 
Hæfniskröfur:
 
  • Háskólapróf
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Gott vald á íslenskri tungu í töluðu og rituðu máli
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Góð tölvukunnátta
 
Umsóknarfrestur er til og með 10. desember.
 
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið starf@fvh.is.