Sneiðmynd af íslenska heilbrgiðiskerfinu – hver er raunverulega staðan?

Heilbrigðisbanner

Staða heilbrigðiskerfisins hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið. Safnast hafa um 85 þúsund undirskriftir þar sem krafist er endurreisnar heilbrigðiskerfisins og aukinna útgjalda til málaflokksins. Frásagnir af stöðu heilbrigðisþjónustu hérlendis hafa verið bæði jákvæðar og neikveiðar. Stundum berast fréttir um neyðarástand á heilbrigðisstofnunum vegna skorts á starfsfólki eða aðbúnaði en á sama tíma eru Íslendingar ofarlega á listum þegar mælikvarðar eins og lýðheilsa, útkoma meðferðarúrræða og tækjabúnaður eru skoðaðir.

Félag viðskipta- og hagfræðinga vill af þessu tilefni efna til umræðu um stöðu heilbrigðisþjónustu hérlendis í alþjóðlegu og sögulegu samhengi. Gefur staðan tilefni til að bregðast við – og ef svo er, með hvaða hætti væri best að gera það? Ef vilji stendur til að auka útgjöld til heilbrigðismála, hvernig ætti þá að ráðstafa þeim fjármunum?

Til þess að ræða þetta áhugaverða og brennandi mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið til liðs við sig Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðing til að kryfja málið á hádegisverðarfundi 14.apríl nk. á Fosshótel Reykjavík. Gylfi mun hefja fundinn á erindi um stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins og að erindinu loknu verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr ýmsum áttum sem hafa góða innsýn í málin munu bregðast við framsögu Gylfa og taka á efni fundarins.

Drög að dagskrá:
Staður: Fosshótel Reykjavík, Höfðatorgi
Tímasetning: Fimmtudaginn 14.apríl 2016, kl 12:00-13:10.
Fundarstjóri: Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas

Framsögumaður: Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur.

Umræður í panel þar sem brugðist verður við erindi Gylfa.
 – Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur
 – Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs VÍ og stjórnarformaður Klíníkurinnar
 – Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, heilsuhagfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands 

Í lok fundar verða spurningar leyfðar úr sal og framsögumaður ásamt þátttakendum í panel verða til svara.

Áætluð fundarlok kl 13:10.
Fundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík, fimmtudaginn 14.apríl, milli 12:00-13:10. Við viljum benda fundargestum á að nýta sér bílastæðahús á Höfðatorgi en þaðan er innangengt inn á Fosshótel Reykjavík. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 5.950 kr. fyrir aðra og er hádegisverður innifalinn í verði fundarins.

Skráning á fundinn fer fram hér:

Online Form powered by