Siturðu eftir í launaskriðinu?

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga kynnir niðurstöður kjarakönnunar félagsins á opnum hádegisverðarfundi miðvikudaginn 9. október á Hilton hótel Nordica.

Hafsteinn Einarsson, sérfræðingur frá PwC kynnir niðurstöðu kjarakönnunar FVH og Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík fer yfir hagnýt ráð fyrir einstaklingsbundnar samningaviðræður.

Boðið verður upp á samlokur og kaffi og hefst fundurinn kl.12:00. Aðgangur er ókeypis en fjöldi gesta er takmarkaður þannig að það borgar sig að skrá sig sem fyrst.

Skráning