Samkeppnishæfni íslenskra verslana

banner heill samkeppnishæfni

 

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa okkur borist fréttir af sláandi verðmun og álagningu milli verslana hérlendis og erlendis sem vakið hafa mikla athygli og viðbrögð. Breytt umhverfi á smásölumarkaði á Íslandi í kjölfar tollalækkana og styrkingar krónunnar kalla á betri kjör til neytenda. En eru þau að skila sér?
Hvaða áhrif hafa launaþrýstingur, gengisstyrking/-sveiflur og fjölgun ferðamanna á smásölu? Er ísland að verða dýrara þrátt fyrir allt?

Til þess að svara þessum og fleiri spurningum hefur FVH fengið til liðs við sig Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi en hann mun byrja fundinn á erindi þar sem hann mun tala út frá sinni reynslu hjá IKEA. Að lokinni framsögu Þórarins verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr ýmsum áttum bregðast við erindinu og taka á efni fundarins.
Staður: Grand Hótel, Sigtún 38, Reykjavík
Tími: Miðvikudaginn 14.des kl. 8:30-10:00

Fundarstjóri: Dögg Hjaltalín, stjórnarformaður FVH.
Framsögumaður: Þórarinn Ævarsson, framkv.stj.IKEA á Íslandi – „Er hagur að standa með neytendum?“

Umræður í panel
-Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna
-Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og varaformaður rekstrarfélags Kringlunnar
-Jón Björnsson forstjóri Festis
-Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri hjá IKEA,

Í lok fundar verða spurningar leyfðar úr sal og framsögumaður ásamt þátttakendum í panel verða til svara.

Áætluð fundarlok eru kl 10:00.

Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík, miðvikudaginn 14.desember, milli 8:30-10:00 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 2.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 4.950 kr. fyrir aðra og er glæsilegt morgunverðarhlaðborð innifalið í verði fundarins.

Skráning á fundinn fer fram hér að neðan:

Online Form powered by