Samantekt af opnum fundi 17.nóvember – Eru bankarnir of stórir ?

Þann 17.nóvember sl. hélt FVH opinn fund á Fosshótel Reykjavík sem bar yfirskriftina „Eru bankarnir of stórir?“. Á fundinum hélt Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði erindi þar sem hann velti því upp hvort aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi væri til bóta. Eftir erindið fóru fram pallborðsumræður þar sem efni fundarins var rætt og ólíkum sjónarmiðum velt upp. Þátttakendur í pallborði voru Ásgeir Jónsson, Frosti Sigurjónsson, Dr. Þóranna Jónsdóttir og Tryggvi Pálsson. Á fundinn voru mættir rétt rúmlega 100 gestir.

Ásgeir segist ekki vilja aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi þar sem það sé dýrt og gæti þýtt enn eina séríslensku reglugerðina sem auki kostnað bankanna. Hann lagði þó til að það yrði skoðað hvernig þessir tveir hlutar bankans séu reknir saman. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis var annarar skoðunar og sagðist styðja þingsályktartillöguna um aðskilnað sem lögð var fram af stjórnarandstöðunni fyrir stuttu síðan. Eftir pallborðsumræður voru teknar nokkrar spurningar úr sal.

Hér má nálgast glærurnar sem fylgdu erindi Ásgeirs.

Við þökkum þeim sem mættu fyrir þátttökuna á þessum fróðlega og skemmtilega fundi.

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ hélt erindið "Er skilnaður til bóta?"
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ hélt erindið „Er skilnaður til bóta?“
Pallborðsumræður. Frá vinstri: Tryggvi Pálsson, Dr. Þóranna Jónsdóttir, Frosti Sigurjónsson og Ásgeir Jónsson
Pallborðsumræður F.v.Tryggvi Pálsson, Dr.Þóranna Jónsdóttir, Frosti Sigurjónsson og Ásgeir Jónsson