Ráðstefnan Business & Football í Hörpu – tilboð til félagsmanna FVH

 

Að skapa vinningslið – hvað getur atvinnulífið lært af boltanum?

Ráðstefna í Hörpu 11.maí – tilboð til félagsmanna FVH

Hvað getur atvinnulífið lært af boltanum?

Á ráðstefnunni fjalla heimsþekktar fótboltastjörnur og leiðtogar úr heimi knattspyrnu og atvinnulífs um hvernig við getum nýtt afreksþjálfun, teymishugsun og stjórnun sem einkennir sigursæl íþróttalið inn í íslensk fyrirtæki. Heimsþekktar stjörnur og leiðtogar verða meðal þátttakenda, eins og Fabio Cannavaro fyrirliði heimsmeistara Ítalíu 2006, Kevin Keegan fyrrum leikmaður Liverpool og þjálfari Enska landsliðsins. Þar að auki taka þátt farsælir leiðtogar úr íslenska viðskiptalífinu s.s. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður FKA og Grímur Sæmundsen forstjóra Bláa Lónsins.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga er stoltur samstarfsaðili Business and Football sem stendur fyrir ráðstefnunni.

Verð til félagsmanna FVH er 23.600kr.

Smelltu hér til að kaupa miða með 20% afslætti

Almennt verð 29.500kr.

Tilboðið gildir föstudagsins 6.maí

Þetta er viðburður sem á sér engan líkan á Íslandi og við hvetjum allt áhugafólk um stjórnun, teymisvinnu, knattspyrnu og íþróttir að mæta.

Meðal þátttakenda:

 

business and football

Euro 2016 kvöld í Hörpu

Samhliða ráðstefnunni Business and Football þá verður líflegt og skemmtilegt Euro 2016 kvöld í Eldborgarsal Hörpu. Þangað munu mæta Fabio Cannavaro, David Moyes, Ramón Calderón, Kevin Keegan og fleiri til þess að fara yfir allt sem tengist Evrópukeppninni í Frakklandi og alþjóðlegri knattspyrnu. Kvöldinu verður stýrt af Richard Keys en hann er ein helsta og þekktasta stjarnan í umfjöllun um alþjóðlega knattspyrnu.  Gestir í sal fá svo tækifæri til að spyrja stjörnurnar spjörunum út um allt sem viðkemur Evrópukeppninni, knattspyrnu og ferli þeirra.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna og staðfesta gesti er er að finna inn á www.BusinessAndFootball.com