Þann 16. september stendur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir hádegisverðarfundi um skattlagningu í ferðaþjónustu. Ferðamannaiðnaðurinn er einn mest vaxandi iðnaður landsins og er orðinn stærsta einstaka atvinnugrein landsins. Skattlagning á atvinnugreinina í formi virðisaukaskatts hefur verið mikið til umræðu og er breytinga að vænta í þeim efnum. Á fundinum verður reynt að svara því hvaða áhrif þessar breytingar munu hafa á ferðaþjónustuna og einstakar greinar innan hennar.
Á fundinum taka til máls Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Jón Bjarni Steinsson og Árni Sverrir Hafsteinsson, höfundar skýrslu um skattaumhverfi í ferðaþjónustu og Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar.
Fundarstjóri er Auðbjörg Ólafsdóttir sérfræðingur í fjárfestatengslum hjá Marel og stjórnarkona í FVH.
Hádegisverðarfundurinn verður haldin á Grand hótel frá kl.12:00 til 13:15 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu.
Lokað hefur verið fyrir skráningu.