Ölgerð Egils Skallagrímssonar býður félaga FVH, og aðra áhugasama um fyrirtækið, velkomna í heimsókn, þriðjudaginn 24. febrúar næstkomandi og ætlar að kynna þeim starfsemi sína. Byrjað verður á að kynna fyrirtækið, sögu þess og starfsemi. Eftir það verður tekið rölt um Bjórskólann. Að lokum býður Ölgerðinn okkur vitaskuld upp á léttar veitingar og góða samverustund.
Mæting er í móttöku Ölgerðarinnar, Grjóthálsi 7-11, klukkan 17.
Ölgerðin er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu, innflutningi, dreifingu og sölu matvæla og sérvöru af ýmsum toga. Fyrirtækið hefur náð eftirtektarverðum árangri í starfsemi sinni og fá viðskiptafræðingar og hagfræðingar nú tækifæri til að kynnast fyrirtækinu nánar.
Vonandi sjáum við ykkur sem flest.
Skráninguu lauk mánudaginn 24. febrúar