Íslenski þekkingardagurinn verður haldinn þann 14. mars á Hilton hótel Nordica milli kl. 14:00 og 18:00 þar sem nýsköpun í rótgrónum fyrirtækjum verður í brennidepli. Frammámenn í íslenskum fyrirtækjum ræða nýsköpun frá hinum ýmsu hliðum og leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: hvernig er best að hlúa að nýsköpun í rótgrónum fyrirtækjum, hversu mikilvæg er nýsköpun fyrir fyrirtæki og hvernig er nýsköpun best stýrt innan fyrirtækja?
Frummælendur verða meðal annars Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Erla Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Fundarstjóri er Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Forseti Íslands afhendir svo þekkingarverðlaun FVH fyrir árið 2013. Að þessu sinni eru fjögur fyrirtæki tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna LS Retail, Ölgerðin, Já og Össur en félagsmenn FVH taka þátt í valinu á hverju ári. Þá verður einnig viðskipta- eða hagfræðingur ársins verðlaunaður.
Íslenski þekkingardagurinn verður haldinn á Hilton hótel Nordica þann 14. mars kl.14:00 – 18:00. Ráðstefnugjaldið er 7.900 fyrir félagsmenn og 13.900 fyrir aðra.
Um fyrirlesara:
Dr. Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hilmar Bragi hefur í 20 ár verið í forystu rannsókna- og þróunarstarfs Össurar, sem er eitt framsæknasta fyrirtæki í íslensku atvinnulífi og annað af tveimur stærstu fyrirtækjum í heimi á sínu sviði.
Erla Pétursdóttir framkvæmdastjóri Codland er með BA-gráðu í hagfræði og tölvunarfræði frá Macalester College í Minnesota í Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Vísi hf.
Andri Þór Guðmundson forstjóri Ölgerðarinnar er viðskiptafræðingur og MBA. Hann var áður framkvæmdastjóri fjármála hjá Ölgerðinni og þar áður markaðsmál hjá Almenna bókafélaginu og Lýsi hf. Andri situr í stjórn TM, Mjallar-Frigg ehf., Sólar ehf., OA eignarhaldsfélags ehf. og Samtaka iðnaðarins.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sem hann stofnaði árið 1996 og er einn fremsti sérfræðingur heims í erfðarannsóknum.
Þorsteinn Ingi Sigfússon er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, eðlisfræðingur og prófessor við HÍ og er frumkvöðull á sviði orkurannsókna á Íslandi. Stúdent frá MH 1973, nám í eðlisfræði og stærðfræði við háskólann í Kaupmannahöfn 1973-1978 og doktorspróf frá háskólanum í Cambridge á Bretlandi 1982. Hefur stofnað mörg sprotafyrirtæki, m.a. Íslenska NýOrku ehf. og sýnt fram á að nota megi vetni til að knýja ökutæki.