Nýjasta tölublað Hags komið út!

Hagur, tímarit Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga kom út í dag og er dreift með Viðskiptablaðinu sem og til allra viðskipta- og hagfræðinga.

Að þessu sinni er stiklað á stóru í viðskiptalífinu, starfsemi FVH síðastliðins vetrar gerð upp og síðasta golfmót FVH gerð skil í máli og myndum. Einnig má finna umfjöllun um hagsögu og hugmyndafræði Katalóníu auk þess sem bestu hlaðvörpin eru útlistuð. Þetta og margt fleira í nýjasta tölublaði Hags.

Blaðið má skoða rafrænt hér að neðan.