Morgunverðarfundur FVH og EHÍ – Hvað einkennir árangursrík samskipti?

Morgunverðarfundur FVH og Endurmenntunar HÍ – Hvað einkennir árangursrík samskipti?

 

Johann-Ingi

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Endurmenntun HÍ standa fyrir morgunverðarfundi þann 18. október nk. kl. 08:20-09:20 í húsi Endurmenntunar HÍ, Dunhaga 7. 

Á þessum morgunverðarfundi mun Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, fjalla um þau lykilatriði sem gera fólki kleift að ná hámarksárangri í samskiptum. Jóhann mun tala út frá námskeiðinu Árangursrík samskipti sem hann kennir ásamt Braga Sæmundssyni, sálfræðingi og kennara,  hjá EHÍ nú í október.

herdis-900Á fundinum mun Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsstjórnar Reiknistofu bankanna, einnig ræða um árangursrík samskipti  út frá sinni eigin reynslu í atvinnulífinu.

Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og býður FVH félagsmönnum upp á létta morgunhressingu. Dögg Hjaltalín, formaður stjórnar FVH, mun stýra fundinum. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á fundinn í gegnum skráningarsíðu Endurmenntunar HÍ.

 

Skráning á fundinn fer fram HÉR!