Mannamót verður haldið næstkomandi miðvikudag (25.mars) á Kexinu frá kl.17-18.30.
Að þessu sinni er það haldið í samsarfi við FVH og munu þau Björn Berg og Birna Ketilsdóttir vera með erindi.
Björn Berg ætlar að kynna hvernig VÍB hefur byggt upp vörumerki með fræðslu og fundarhaldi, þar sem árangur hefur aukist á hverju ári, en markaðskostnaður að sama skapi lækkað á móti.
Birna Ketilsdóttir ætlar að kynna miðilinn Blær.is, sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði. Þau hafa einblýnt á fallegt útlit og nýstárlega framsetningu, auk þess að vinna með traffík í gegnum samfélagsmiðla.
Hvar:Á Kexinu,
Hvenær: Miðvikudaginn 25.mars
Klukkan: 17-18:30