Mannamót í febrúar – fjölmiðlar og framtíðin – bræðingur sjónvarps og internets

Á Mannamóti ÍMARK miðvikudaginn 26.febrúar verður skoðað hvað er að gerast á fjölmiðlamarkaðnum á Íslandi. Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Capacent hefur starfað á sviði markaðsrannsókna í 20 ár og mun fara almennt yfir hvernig fjölmiðlar eru mældir hér á landi. Hann mun einnig benda á hvernig tæknin hefur þróast við slíkar rannsóknir síðustu árin. Einar er víðskiptafræðingur frá HÍ og með MBA menntun frá HR.

Sigmar Vilhjálmsson(Simmi), stofnandi BravóTV mun síðan koma og kynna næsta þróunarstig í fjölmiðlun á Íslandi. Hann ætlar að kynna sjónvarpsstöðina Bravó, sem er nýr fjölmiðill fyrir ungt fólk. Eins og Simmi orðar það „Ungt fólk horfir ekki á sjónvarp, af því að það er ekki verið að framleiða sjónvarpsefni fyrir það!“
Einnig mun Simmi kynna sjónvarpsstöðina Miklagarð sem er dægurmála fjölmiðill, „Mikligarður er svo innilega ekki sjónvarpsmarkaður að ég vil ekki nefna sjónvarpsmarkaðinn, þess vegna nefni ég ekki sjónvarpsmarkaðinn!“

Í lokin býðst að spyrja og ræða við bæði Einar og Simma, nánar um málefnin og þeirra sýn á þessum lifandi og spennandi markaði.

Hvar : Loftið, Austurstræti 9, 101 Reykjavík
Hvenær : Miðvikudaginn 26.febrúar
Tími : kl. 17:15 – 18:30

Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Innovit, KVENN, SFH, FKA.

Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl. 17:15, svo fólk skal mæta tímanlega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig – bara mæta