Mannamót 26. nóvember – allir velkomnir

Klak Innovit og ÍMARK standa saman að næsta Mannamóti. Í þetta skiptið munu Ásgeir Vísir frá Blendin og Eyrún Eggertsdóttir og Sólveig frá RóRó vera með erindi.

Á síðasta Mannamóti hefði mátt vera mun meiri mæting. Ég leita því til ykkar og þætti mér vænt um ef þið hefðuð tök á að auglýsa Mannamótið hjá ykkar félagsmönnum.

Nánar um Mannamótið hér:

Eyrún stofnandi RóRó og Sólveig markaðsstjóri, munu fjalla um Lulla doll sem er mjúk tuskudúkka úr bómull. Dúkkan er með sérstaka ofnæmisprófaða fyllingu inn í sér og tæki sem að spilar upptöku af andardrætti og hjartslætti. Dúkkan líkir þannig eftir nærveru foreldra.

róró.png

Ásgeir Vísir mun fjalla um ,,growth hacking“ hvað það er og hvers vegna það er orðinn mikilvægur hluti af markaðssetningu.

blendin.png

Hvar: Á Kexinu
Hvenær: miðvikudaginn 26. nóvember
Klukkan: 17

ÓKEYPIS AÐGANGUR OG ALLIR VELKOMNIR!