Launareiknivél FVH
Tilgangur reiknivélarinnar er að gefa félagsmönnum færi á að fá aðgang að áætluðum meðallaunum sem eru byggð á gögnum úr launakönnun FVH sem framkvæmd er annað hvert ár.
Reiknivélin er gagnvirk og gefur notendum færi á að nálgast upplýsingar sem byggja á niðurstöðum aðhvarfsgreiningar um áhrif þátta eins og kyns, aldurs og fjölda ára á vinnumarkaði á laun einstaklinga.
Með reiknivélinni er hægt að sjá á einfaldan og fljótlegan hátt áætluð meðallaun viðskipta- og hagfræðinga fyrir allar mögulegar samsetningar á bakgrunnsbreytum
Þegar reiknivélin er notuð er mikilvægt að hafa í huga að niðurstöðurnar eru byggðar á aðhvarfsgreiningarmódeli og er þess vegna ekki hægt að bera þær beint saman við lýsandi gögn úr öðrum launakönnunum, eins og launakönnun FVH. Aðhvarfsgreining er notuð til að reikna út hvaða áhrif bakgrunnsbreyturnar hafa að meðaltali á laun, þegar öllum öðrum breytum er haldið föstum. Niðurstöður úr reiknivélinni fást með því að leggja saman stuðlana fyrir þá flokka (bakgrunnsbreytur) sem valdir eru.
Reiknivélin sýnir leiðréttan kynbundinn launamun þar sem leiðrétt er fyrir eftirfarandi áhrifaþáttum: aldri, menntun, fjölda ára í núverandi starfi, fjöldi ára á vinnumarkaði, geira, mannaforráðum, starfsvettvangi, starfsmannafjöldi, starfsvettvangi, starfsheiti og fjölda vinnutíma á viku.
Athugið að launareiknivélin er aðeins opin félagsmönnum.
Þeim sem ekki eru innskráð verður beint á innskráningarsíðu.