Lærðu að nota LinkedIn

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir örnámskeiðinu „Lærðu að nota LinkedIn“ þann 15.desember nk.

LinkedIn er einn stærsti sérfræðigrunnur í heimi með yfir 300 milljón meðlimi út um allan heim. Með þvi að skrá sig á LinkedIn gefst fólki kostur á að setja upplýsingar um menntun sína, hæfni og starfsreynslu fram á skilmerkilegan hátt og búa sér þannig til sterkara tengslanet.

Hjalti Rögnvaldsson
Hjalti Rögnvaldsson

Á námskeiðinu mun Hjalti Rögnvaldsson fara yfir hvernig þú getur nýtt þér LinkedIn til þess að mynda tengsl og leita að atvinnutækifærum.

Hjalti er sérfræðingur í markaðssetningu á netinu hjá Íslandsbanka og hefur undanfarin misseri kennt námskeið um hvernig hægt er að líta vel út á netinu.

Námskeiðið verður haldið í fundarsalnum Þjóðgarði VR húsinu, Kringlunni 7, kl.8:30-9:30. Boðið verður upp á léttan morgunverð á meðan fundinum stendur.

Fundurinn er frír en þrátt fyrir það viljum við biðja þá sem hafa hug á því að mæta á fundinn að skrá þátttöku sína hér fyrir neðan.

 

 
Online Form powered by