Höldum vel utan um kjör viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
Í síðustu viku var sendur póstur á þá viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem félagið hefur netföng hjá með kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Viljum við hvetja þá sem fengu póstinn að svara könnun FVH en hún er gerð annað hvert ár. Könnunin heldur utan um launaþróun viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Nú þegar kjaraviðræður eru í hámarki er nauðsynlegt fyrir okkar hóp að hafa það á hreinu hver eru kjör og staða okkar á vinnumarkaðinum. Það tekur innan við 5 mín að svara.
Fyrirspurnir sendast á fvh@fvh.is en þeir viðskiptafræðingar og hagfræðingar sem ekki fengu póstinn en vilja taka þátt geta haft samband.