Íslensku þekkingarverðlaunin – 21.mars

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins og viðskipta-/hagfræðingi ársins á hverju ári og verða verðlaunin afhent á Íslenska þekkingardeginum á Sjóminjasafni Reykjavíkur þann 21.mars nk. frá kl.16:00-18:00. Að þessu sinni er þema þekkingarverðlaunanna „Mannauðsmál í víðum skilningi“ og verður það fyrirtæki eða stofnun sem þykir hafa skarað fram úr á sviði mannauðsmála verðlaunað. Einnig verður viðskipta- eða hagfræðingur ársins heiðraður.

Félagið sendi á dögunum út könnun í gegnum póstlista félagsins þar sem óskað var eftir tilnefningum til þekkingarverðlaunanna og viðskipta-/hagfræðings ársins en skipaðar voru tvær dómnefndir til að skera endanlega úr um hverjir hlytu verðlaunin í ár. Í dómnefndunum sátu að þessu sinni:

Þekkingarfyrirtæki ársins

  • Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna Háskólans í HR og formaður dómnefndar
  • Vala Hrönn Guðmundsdóttir, sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu og stjórnarmaður í FVH
  • Svala Guðmundsdóttir, lektor í mannauðsstjórnun í HÍ
  • Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við viðskiptafræðideild HÍ
  • Atli Atlason formaður samninganefndar Reyjkavíkurborgar

Viðskiptafræðingur/hagfræðingur ársins

  • Stjórn FVH

Að þessi sinni eru þrjú fyrirtæki tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna en það eru Reiknistofa bankanna, Kolibri og Íslandsbanki.

Á síðustu árum hefur Þekkingardagurinn verið ráðstefna og verðlaunaafhending en að þessu sinni verður viðburðurinn með öðru sniði. Haldin verður stutt móttaka þar sem þau fyrirtækin sem tilnefnd eru munu segja frá sinni stefnu í mannauðsmálum. Þá munu formenn dómnefndanna tilkynna og færa rök fyrir niðurstöðum sínum og eftir það mun Forseti Ísland og verndari íslensku Þekkingarverðlaunanna, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenda þekkingarverðlaunin og heiðra viðskiptafræðing eða hagfræðing ársins. Athöfninni lýkur síðan með samkomu undir ljúfum tónum og léttum veitingum.

Nánari dagskrá verður send út bráðlega.

Frítt er inn á viðburðinn fyrir alla en við biðjum þá sem ætla sér að mæta að skrá sig hér:

Online Form powered by

Styktaraðili Þekkingarverðlaunanna 2016 er Ölgerð Egils Skallagrímssonar

Ölgerðin