Íslensku þekkingarverðlaunin 2018 – tilnefningar óskast

Íslensku þekkingarverðlaunin 2018 – tilnefningar óskast

Íslensku þekkingarverðlaunin 2018 verða afhent við hátíðlega athöfn í mars næstkomandi.

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa skarað fram úr með bættu rekstrarumhverfi vegna nýsköpunar í tækni.

Dómnefnd sem skipuð er árlega mun skera úr hver hlýtur verðlaunin í ár og er Forseti Íslands verndari Íslensku þekkingarverðlaunanna.

Við val á þekkingarfyrirtæki ársins 2018 verður horft til þeirra fyrirtækja sem eru leiðandi í stafrænum lausnum og hafa með nýsköpun í tækni bætt rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Leitað er eftir fyrirtækjum sem hafa með aukinni sjálfvirkni bætt þjónustu, afköst, nýtingu og/eða framleiðni. Einnig er mikilvægt að fyrirtækin starfi í sátt við samfélagið og séu með ríka umhverfisvitund. Þekkingarverðlaunin í ár hlýtur það fyrirtæki sem þykir standa sig best á þessum sviðum.

Nokkrir heppnir þátttakendur sem senda tilnefningar til dómnefndar fyrir 1. febrúar nk. hljóta skemmtilega bókagjöf frá Sölku bókaútgáfu.

 

SMELLTU HÉR FYRIR TILNEFNINGAR