Íslensku þekkingarverðlaunin 2016

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) valdi þekkingarfyrirtæki ársins og viðskiptafræðing ársins þann 21.mars. Verðlaunin eru veitt árlega og voru í ár afhent við skemmtilega athöfn á Íslenska þekkingardeginum á Sjóminjasafni Reykjavíkur. Þema þekkingarverðlaunanna í ár var „mannauðsmál í víðum skilningi“. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd af sérstakri dómnefnd sem FVH skipaði og var Guðmunda Smáradóttir forstöðumaður Opna Háskólans í Reykjavík formaður hennar.  Dómnefndin heimsótti nokkur fyrirtæki og valdi á endanum þrjú sem þóttu hafa skarað framúr á sviði mannauðsmála. Íslandsbanki hlaut að þessu sinni þekkingarverðlaunin fyrir mentaðarfullt starf innan bankans á sviði mannauðsmála. Hin tvö fyrirtækin sem voru tilnefnd voru upplýsingatæknifyrirtækið Kolibri og Reiknistofa bankanna.

Tilnefningar hlutu Kolibri, Reiknistofa bankanna og Íslandsbanki sem hlaut verðlaunin.
Tilnefningar hlutu Kolibri, Reiknistofa bankanna og Íslandsbanki sem hlaut verðlaunin.

 

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group var valinn viðskiptafræðingur ársins 2016 fyrir góðan árangur við stjórn á einu stærsta og mikilvægasta fyrirtæki landsins. Stjórn FVH valdi viðskiptafræðing ársins, m.a. eftir tilnefningar frá félagsmönnum í gegnum tölvupóstlista félagsins.

björgólfur
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair group var valinn viðskiptafræðingur ársins

 

Athöfnin hófst með því að fyrirtækin sem tilnefnd voru kynntu sína stefnu í mannauðsmálum og Árelía Eydís Guðmundsdóttir einn dómnefndarmanna og dósent við Háskóla Íslands rökstuddi niðurstöðu dómnefndar.  Auðbjörg Ólafsdóttir, einn stjórnarmanna í FVH, stýrði fundinum af röggsemi.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir flutti rökstuðning dómnefndar fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins
Árelía Eydís Guðmundsdóttir flutti rökstuðning dómnefndar fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins

 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari íslensku þekkingarverðlaunanna, afhenti Íslandsbanka þekkingarverðlaunin og heiðraði Björgólf Jóhannsson sem viðskiptafræðing ársins.

Athöfninni lauk með léttum veitingum.