Íslenski þekkingardagurinn 2015: Nýsköpun í auðlindanýtingu – Lykillinn að betri framtíð?

Íslenski þekkingardagurinn árið 2015 verður haldinn undir yfirskriftinni „Nýsköpun í auðlindanýtingu: Lykillinn að betri framtíð?“  

Á deginum verður fjallað um tækifæri og verðmætasköpun samhliða nýsköpun í auðlindanýtingu. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa þróað starfsemi sína í kringum nýtingu á ýmsum afurðum sem hingað til hafa ekki þótt verðmæti en sífellt er verið að bæta nýtingu á þeim efnivið sem fellur til við hefðbundna framleiðslu. Skapar þessi nýja auðlindanýting meiri tækifæri en hefðbundin auðlindanýting og eykur hún verðmætasköpunina í samfélaginu?

Dagskráin er eftirfarandi:

  • Dr. Marcello Graziano, einn helsti sérfræðingur Skotlands í orku- og auðlindanýtingu við MERIKA, rannsóknar- og nýsköpunarmiðstöð í sjávarorku – „The MERIKA Project: unlocking the power potential of the North Atlantic through a new paradigm of ecological and economic development„. 
  • Caroline Dale Ditlev-Simonsen, fremsti fræðimaður Noregs á sviði samfélagslegrar ábyrgðar – „Corporate Social Responsibility –  What, why and how?“
  • Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku – „Auðlindagarður HS Orku“.
  • Pallborðsumræður verða í lokin með spurningum úr sal. Þátttakendur í umræðunum eru:
    • Björn L. Örvar – framkvæmdastjóri rannsókna- og vöruþróunarsviðs ORF Líftækni
    • Margrét Arnardóttir – verkefnastjóri vindorku, Landsvirkjun
    • Guðmundur Fertram Sigurjónsson – forstjóri Kerecis
    • Hall­dór Óskar Sig­urðsson – framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm
    • Ásgeir Margeirsson – forstjóri HS Orku

Ráðstefnustjóri er Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Forseti Ísland, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir í kjölfarið á ráðstefnunni Íslensku þekkingarverðlaunin og heiðrar viðskiptafræðing eða hagfræðing ársins.

Deginum lýkur síðan með samkomu undir ljúfum tónum og léttum veitingum. Styrktaraðilar Íslenska þekkingardagsins eru KPMG, Háskólinn í Reykjavík,  Íslandsbanki og Endurmenntun Háskóla Íslands.

Íslenski þekkingardagurinn fer fram föstudaginn 20. mars frá kl. 14.00-16.30 á Grand hótel. Þátttökugjald 3.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 7.900 kr. fyrir aðra.

Skráningu lauk fimmtudaginn 19. mars. Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við fvh@fvh.is