Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga býður til opins fundar á KEX Hostel miðvikudaginn 28. október nk.kl.16:45 í Gym&Tonic salnum.
Þetta er annar fundur FVH í fundaseríunni „Hvernig næ ég draumadjobbinu?“.
Í þetta skiptið verður fjallað um starfsviðtöl, hvernig best er að bera sig að, hvernig spurningum maður skuli búast við og hvernig hægt sé að undirbúa sig fyrir þetta allt saman.Við ætlum líka að taka fyrir það sem mörgum finnst óþægilegast að ræða í starfsviðtalinu, LAUNIN! Hvað er sanngjarnt að biðja um? hvernig veit ég hvað ég á að biðja um?
Fundurinn er ókeypis og er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða viðskipta- og hagfræðinga til að læra að undirbúa sig fyrir starfsviðtöl og semja um laun.
Dagskrá fundarins:
Undirbúningur fyrir starfsviðtal – Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair.
Hvernig sem ég um laun ? – Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Á fundinum verður einnig farið stuttlega yfir niðurstöður kjarakönnunar FVH og hvernig félagsmenn geta nýtt sér niðurstöður hennar.
Boðið verður upp á léttar veitingar og að dagskrá lokinni gefst fundargestum tími til að spjalla við fyrirlesara og aðra fundargesti.
Skráningu lokið