Þann 25. febrúar stendur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir hádegisverðarfundi um framtíð Reykjavíkur með áherslu á fjármál og rekstur borgarinnar.
Á fundinum kynna oddvitar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Reykjavík í vor áherslur sínar þegar kemur að fjármálum og rekstri borgarinnar og svara spurningum gesta. Meðal umræðuefnis er uppbyggingin sem borgin hyggst ráðast í á næsta kjörtímabili, skuldastaða borgarinnar og hvort framhald verði á aukinni gjaldtöku á Reykjavíkinga.
Frummælendur eru:
Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, Halldór Halldórsson, Sjálfstæðisflokki, Óskar Bergsson, Framsókn, Sóley Tómasdóttir, Vinstri Grænum, Björn Blöndal, Bjartri Framtíð og Halldór Auðar Svansson, Pírötum.
Fundarstjóri er Sigridur Mogensen hagfræðingur á efnahagssviði SA og stjórnarkona í FVH.
Hádegisverðarfundurinn verður á Hilton hótel Nordica frá kl.12:00 til 13:15 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu.