Hvað set ég á ferilskrá?

kex logoFélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga býður til opins fundar á KEX Hostel miðvikudaginn 7. október nk. kl.17:00-18:30 í Gym&Tonic salnum.

Á fundinum verður fjallað um hvernig eigi að búa til góða ferilskrá, hvaða atriði eigi þar heima og hvernig sé best að setja hana upp. Góð ferilskrá getur skapað þér forskot á aðra umsækjendur þegar þú sækir um „draumadjobbið“.

Fundurinn er ókeypis og er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða viðskipta- og hagfræðinga til að læra að gera góða ferilskrá og styrkja tengslanetið.

Dagskrá:

  • „Hvernig bý ég til góða ferilskrá ?“ – Góð ráð við uppsetningu ferilskrár.
  • „Á hvað horfa mannauðsstjórar?“ – Sigrún Ólafsdóttir, ráðningastjóri Íslandsbanka og Berglind Björg Harðardóttir deildarstjóri hjá Símanum .

Á fundinum verður boðið upp á léttar veitingar og að dagskrá lokinni gefst fundargestum tími til að spjalla.

Skráningu lokið.

Online Form powered by