„Hvað get ég gert við gráðuna mína? „- Opinn fundur FVH á Bryggjan Brugghús 10.mars

hvað get ég gert við gráðuna mína

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga býður til opins fundar á Bryggjan Brugghúsi fimmtudaginn 10.mars nk. kl.17:00-18:30.

Fundurinn er ætlaður nemum og nýútskrifuðum viðskipta- og hagfræðingum. Á fundinum verða tveir áhugaverðir gestir með framsögu og munu segja frá því hvað þeir hafa gert við gráðuna sína síðan þeir útskrifuðust. Þar verður fjallað um hvernig hugsa megi út fyrir boxið og fara óvenjulegar eða aðeins öðruvísi leiðir á starfsferlinum með þessar gráður í farteskinu.

Fundurinn er ókeypis og er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða viðskipta- og hagfræðinga til að víkka sjóndeildarhringinn og gera sér betur grein fyrir þeim tækifærum sem viðskipta- og hagfræðimenntun bjóða uppá.

Dagskrá:

  • Vala Hrönn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður FVH opnar og stýrir fundinum
  • Edda Hermannsdóttir, hagfræðingur og samskiptastjóri Íslandsbanka
  • Birna Ósk Einarsdóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs hjá Símanum

Á fundinum verður boðið upp á léttar veitingar og að dagskrá lokinni gefst fundargestum tími til að bera fram spurningar og spjalla við frummælendur og aðra fundargesti.

Skráning á fundinn fer fram hér:
Online Form powered by