Golfmót FVH 30. ágúst – takið daginn frá

Hið árlega golfmót FVH verður haldið hjá GKG á Leirdalsvelli föstudaginn 30. ágúst. Mótið er opið öllum viðskiptafræðingum og hagfræðingum og er þeim heimilt að bjóða með sér gestum. Golfmót FVH hefur ávallt verið gríðarlega vinsælt og fjöldi þátttakenda er takmarkaður þannig að það borgar sig að skrá sig sem fyrst.

Mótið verður leikið í punktakeppni með forgjöf. Verðlaun veitt fyrir besta skor karla og besta skor kvenna. Leiknar verða 18 holur með forgjöf. Mótið er punktamót þannig að allir eiga góða möguleika á verðlaunasætum. Ræst verður út frá öllum teigum í einu. Hámarksforgjöf er 28 fyrir konur og 24 fyrir karla.

Þátttökugjald er 11.500 krónur pr. mann. Kvöldverður í golfskála GKG innifalinn og skemmtiatriði í boði.

Fyrirtæki geta keypt eitt holl á 50.000 krónur með mat fyrir fjóra. Fyrirtækjaskráning er á fvh@fvh.is.

•       Hvenær: föstudagur 30. ágúst 2013 kl. 12:00

•       Hvar: Golfklúbburinn Kópavogs/Garðabæjar (GKG) – Leirdalsvöllur

Skráning fer fram í gegnum golf.is: Skráning

Ekki láta þig vanta á skemmtilegasta golfmót sumarsins á einum flottasta golfvelli landsins!

Bestu kveðjur

Golfnefnd FVH