Hagur, tímarit FVH komið út !

Hagur, tímarit Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga kom út á dögunum og var dreift með Viðskiptablaðinu.

Meginefni tímaritsins að þessu sinni er kjarakönnun FVH, en einnig má finna umfjöllun um nýlega viðburði félagsins s.s. vel heppnaðan hádegisverðarfund um fjárfestingatækifæri í atvinnuhúsnæði, golfmót FVH og fundarseríuna „Hvernig næ ég draumadjobbinu?“ sem ætluð er ungum og nýútskrifuðum viðskipta- og hagfræðingum.

Rafræna útgáfu tímaritsins má finna hér.