Hádegisverðarfundur 1.október – Hvar leynast fjárfestingatækifæri í atvinnuhúsnæði?

Banner 1.okt

Hvar leynast fjárfestingatækifæri í atvinnuhúsnæði?

-staðan og horfur á markaðinum!

Árin fyrir hrun voru viðskipti með atvinnuhúsnæði afar lífleg en í kjölfar efnahagshrunsins urðu miklar breytingar þar á, markaðurinn féll og staðnaði um nokkurt skeið. Á síðustu misserum hefur verið að glæðast líf í markaðinn að nýju, eftirspurn hefur aukist og raunverð atvinnuhúsnæðis hefur verið að hækka jafnt og bítandi og er nú orðið svipað og það var árið 2003. Verðþróun virðist að miklu leyti vera háð staðsetningu og t.d. hefur eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu aukist til muna. Fasteignafélögin eru að sama skapi farin að bæta við sig eignum og verktökum bjóðast nú fleiri verkefni en áður.

Til að ræða stöðuna og horfur á markaði hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið til liðs við sig þrjá valinkunna framsögumenn til að taka þátt í hádegisverðarfundi þann 1.október nk. á Fosshótel Reykjavík. Framsögumenn munu ræða efni fundarins frá þremur ólíkum sjónarhólum og leitast við að gefa fundargestum góða innsýn í stöðuna ásamt því að svara spurningunni hvar fjárfestingatækifæri leynist í atvinnuhúsnæði.

Dagskrá:

Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og athafnakona opnar og stýrir fundinum.
Atvinnuhúsnæðismarkaðurinn – staða og horfur: Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics.
Bygging eigin rekstrareininga – Sjónarmið verktaka: Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri hjá Byggingarfélaginu Eykt.
Reginn – Eru tækifæri til fjárfestinga til staðar?: Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reginn Fasteignafélags.
Að lokinni framsögu verða pallborðsumræður þar sem frummælendur svara spurningum úr sal.

Fundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík, fimmtudaginn 1. október, milli 12:00-13:05, og er öllum opinn. Við viljum benda fundargestum á að nýta sér bílastæðahús á Höfðatorgi en þaðan er innangengt inn á Fosshótel Reykjavík. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 5.950 kr. fyrir aðra og er hádegisverður innifalinn í verði fundarins.

Skráningu er lokið.

Nánari upplýsingar fást hjá fvh@fvh.is.