Hádegisfundur á Akureyri 29.janúar – Fjárfesting í ferðaþjóustu utan höfuðborgarsvæðis

Mikill vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu á Íslandi á undanförnum árum og fjölgar erlendum ferðamönnum með ógnarhraða milli ára. Mikil uppbygging á sér stað í öllum ferðaþjónustutengdum rekstri og vægi ferðaþjónustu verður sífellt mikilvægara fyrir þjóðarbúið.

Dreifing ferðamanna eftir landshlutum er þó mismikil. Vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll umferð ferðamanna allra mest um suðvesturhorn landsins. Ýmislegt hefur verið gert til að jafna þennan mun og beina ferðamannastraumnum markvisst til fleiri landshluta. Aukin áhersla hefur m.a. verið lögð á menningartengda starfsemi og ferðaþjónustu í byggðaþróun. Stofnað hefur verið til margvíslegs klasasamstarfs þar sem eitt af markmiðunum er að efla ímynd og einkenni svæða svo hægt sé að byggja á því árangursríka markaðssetningu. Þrátt fyrir þetta er munurinn á milli landsbyggðanna og höfuðborgarsvæðis ennþá til staðar og ágangur ferðamanna á suðvesturhorninu orðinn það mikill á sumum stöðum að skaði er farinn að hljótast af á meðan áfangastaðir t.d. á Norður- og Austurlandi ráða við töluvert meiri fjölda ferðamanna.

Þann 29.janúar nk. mun Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga halda norður í land þar sem hinn árlegi landsbyggðarfundur verður haldinn í Hofi á Akureyri. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Íslensk Verðbréf. Að þessu sinni er umræðuefni fundarins fjárfesting í ferðaþjónustu á landsbyggðinni með áherslu á Norður- og Austurland. FVH hefur fengið til liðs við sig valinkunna framsögumenn til þess að ræða þetta áhugaverða málefni á hádegisverðarfundi.

Á fundinum verða þrjú 15-20 mínútna erindi og að þeim loknum verða leyfðar spurningar úr sal.

Dagskrá:
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri AFE, inngangur
Hörður Sigurbjarnarson, stofnandi Norðursiglingar á Húsavík – Norðursigling: vettvangur strandmenningar á Íslandi.
Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa
Arna Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Óbyggðaseturs Íslands í Fljótsdal

Fundarstjóri er Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka

Fundurinn fer fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í fundarsalnum Hömrum milli 12:00-13:30 föstudaginn 29.janúar. Þátttökugjald er 1500 kr. fyrir og er léttur hádegisverður innifalinn í verði fundarins.

Lokað hefur verið fyrir skráningu á fundinn, við þökkum frábærar viðtökur!