Greiðsluseðlar og rukkanir

Félag viðskipta- og hagfræðinga sendir á hverju ári reikninga á félagatal og bíður aðilum að ganga til liðs við félagið með því að greiða seðil.

Einnig er hægt að skrá félagsgjald í boðgreiðslu og greiða félagsgjald með greiðslukorti einu sinni á ári.

Ég er með greiðsluseðil í heimabanka sem ég ætla ekki að greiða, hvað geri ég?

Það eru tvær leiðir í boði varðandi greiðsluseðla:

1. Fela greiðsluseðil í heimabanka, engin gjöld eða vextir leggjast á seðilinn. Nýr seðill kemur að ári sem boð um að ganga í félagið.

2. Senda inn beiðni um niðurfellingu á greiðsluseðli.  Ef þú vilt ekki fá aftur boð um að ganga í félagið í formi greiðsluseðils biður þú okkur einnig að fjarlægja nafn þitt af félagatali og þá berast ekki fleiri seðlar frá félaginu nema viðkomandi biðji um inngöngu í félagið sjálfur seinna meir.