Fyrirtækjaheimsókn FVH til Norlandair á Akureyri 29.janúar nk.

norlandair

Flugfélagið Norlandair á Akureyri býður félagsmönnum FVH, og öðrum áhugasömum um fyrirtækið, í heimsókn föstudaginn 29. janúar nk. Gestum gefst þar kostur á að kynna sér starfsemi fyrirtækisins og eiga góða stund saman. Mæting er í andyri byggingar Norlandair kl 16:00 (sunnan við afgreiðsluna á Akuryerarflugvelli, keyrt er inn sama afleggjara og að Flugsafninu).

Arnar Friðriksson, sölu og markaðsstjóri Norlandair mun þá taka á móti okkur og leiða okkur í gegnum fyrirtækið, reifa sögu þess og framtíðaráætlanir. Hann mun svo svara spurningum gesta eftir bestu getu.

Kjörið tækifæri til að kynna sér þetta vaxandi fyrirtæki og eiga skemmtilega stund með félagsmönnum.

Skráning fer fram hér:
Online Form powered by